Smásögur

Smásögur (2. bindi)

Smásögur Þorgils gjallanda eða Jóns Stefánssonar eins og hann hét réttu nafni voru á sínum tíma gustur inn í íslenskt bókmenntalíf; ný sýn á gamlan heim. Var hann einn af fulltrúum raunsæisstefnunnar en þó svo ólíkur öllum öðrum sem þeirri stefnu fylgdu. Hann skapaði persónur úr holdi og blóði og þá leyfði hann sér að storka og gagnrýna ýmsar stofnanir samfélagsins svo sem kirkjuna og gerði það þannig að tekið var eftir. Þótti mörgum nóg um bersögli hans á þessum tíma en hann lét það ekkert á sig fá og óhætt er að segja að þessi bóndi og sjálfmenntaði rithöfundur hafi rutt brautina fyrir þá sem á eftir komu.


HÖFUNDUR:
Þorgils gjallandi
ÚTGEFIÐ:
2017
BLAÐSÍÐUR:
bls. 246

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :